Flooré PDF Prenta

 
Þægindi og Ylur
Frá Flooré hitagólfum stafar notaleg hlýja og þau halda þægilegu hitastigi í öllu húsinu. Þau stuðla að almennri vellíðan og vinna bug á fótkulda. Hitakerfið liggur rétt undir gólfefninu svo að hitinn dreifist jafnt og hratt um herbergið.
Hagkvæmni
Flooré gólfið byggir á kerfi sem þróað hefur verið hjá Konunglega tækniháskólanum í Stokkhólmi ( KTH ). Eins og öll gólfhitun er kerfið hagkvæmt í rekstri sem kemur fram í minni orkukostnaði.
Flooré gólfhitakerfið getur orðið ein besta fjárfesting sem þú ræðst í vegna þess að verðgildi hússins eykst verulega. Tæknileg ending gólfsins er að minnsta kosti jafnlöng og hússins sjálfs.
Flooré Produktion AB er framsækið fyrirtæki sem einbeitir sér að orkusparandi lausnum í gólfhitun.
Árangurinn er frábær nýjung í gólfhitun.

 

Kostirnir við Flooré eru fjölmargir:
  • Þægilegur hiti góð hitadreifing
  • Hitasveiflur / stuttur svörunartími
  • Aðeins 12mm þykkar hitadreifiplötur
  • Fljótlegt að leggja
  • Ekkert brot ekkert flot
  • Dreifiplötur límdar beint á gólfið
  • Gólfefni lagt beint á dreifiplötur (flísar, parket)
  • Hentar vel í eldra húsnæði jafnt sem ný hús og sumarhús
  • Flooré gólfhitakerfi er einfalt, fljótlegt og þægilegt
 
© 2009 Hringás ehf, Skemmuvegur 10 (blá gata) S: 567-1330